142. löggjafarþing — 14. fundur,  26. júní 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[15:53]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég læt kjósendum eftir að dæma hvort það sem lofað var í kosningunum sé uppfyllt með þessum lögum og það sem átti að gera strax. Nú er vitnað í stjórnarsáttmálann en þar var líka talað um frítekjumark vegna fjármagnstekna og því er ekki sinnt í þessu frumvarpi.

Mig langar aðeins að fylgja frekar eftir þessum vangaveltum mínum sem eru athyglisverðar. Ég þekki það að kostnaðarmat getur verið býsna erfitt, við fáum ekki alltaf kostnaðarmat sem okkur líkar, ráðherrunum, og mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann sé sammála því sem kemur fram í kostnaðarmatinu, bæði varðandi 250 þús. kr. og sem sagt að samkvæmt þessu frumvarpi hækki tekjur fyrst og fremst hjá þeim sem eru fyrir með hærri tekjur. Í öðru lagi koma konur mun verr út úr þessari hækkun en karlar. Konur eru 58% ellilífeyrisþega og 62% örorkulífeyrisþega, en karlar eru í meiri hluta þeirra sem fá hækkanir.

Er þetta rétt eða telur hæstv. ráðherra fjármálaráðuneytið fara með rangt mál?