142. löggjafarþing — 14. fundur,  26. júní 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[16:01]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Mig langar að byrja á að óska hæstv. ráðherra til hamingju með að geta efnt kosningaloforð. Ég er mjög ánægð með að ráðist verði í að fara í þessar leiðréttingar eða lagfæringar eða sem sagt að fara til baka til 2009 og leiðrétta þessar skerðingar.

Fram hefur komið töluverð gagnrýni á þetta frá Öryrkjabandalaginu og mig langaði í tengslum við það að spyrja ráðherrann hvort reynt verði að koma til móts við þá gagnrýni. Þessu hefur jafnframt verið hrósað, þannig að því sé haldið til haga, af Félagi eldri borgara. Ég veit að ráðherrann, alla vega út frá því samstarfi sem ég hef átt við hana í gegnum tíðina, er sanngjarn þingmaður og verður það örugglega líka sem ráðherra.

Mig langaði líka, út af því að talað er um að þetta séu fyrstu skref, aðeins að heyra hver næstu skrefin verða á skýran hátt.

Mig langaði síðan að spyrja hvort til standi að afnema tekjutengingar við maka hjá þessum samfélagshópum og hvort einhvers konar forgangur sé í þessum lögum gagnvart þeim sem búa við hve bágust kjör. Og jafnframt — eða ég kem að því í næsta lið því að ég er búinn með tímann, í næstu spurningu.