142. löggjafarþing — 14. fundur,  26. júní 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[17:24]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi fyrsta punktinn treysti ég fullkomlega mati fjármálaráðuneytisins hvað varðar kostnaðarmat við afturköllun þeirra kerfisbreytinga sem hér um ræðir og hæstv. ráðherra kom inn á.

Varðandi tekjuöflunarleiðir frumvarpsins hlýt ég líkt og aðrir landsmenn að bíða spennt eftir þeim tillögum sem fram munu koma frá núverandi ríkisstjórn um tekjuöflunarleiðir ríkissjóðs af því þær hafa ekki komið fram hingað til og ekkert bólar á þeim. Ég bíð bara spennt eftir þeim og óska eftir því, ef hæstv. ráðherra getur upplýst okkur eitthvað um þær, að hann komi hér og skýri frá þeim.