142. löggjafarþing — 16. fundur,  28. júní 2013.

lengd þingfundar.

[11:10]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tek undir með félögum mínum í minni hlutanum og árétta að það er mjög mikilvægt þegar teknar eru ákvarðanir um að hafa fundi á laugardögum að það sé gert með einhverjum fyrirvara.

Á síðasta þingi var mikið rætt um að þetta ætti að verða fjölskylduvænn vinnustaður. Það fór lítið fyrir því og ég var að vonast til að hinir ungu formenn stjórnarflokkanna með fjölskyldur sínar tækju tillit til þess að maður má ekki svíkja börnin sín sí og æ með engum fyrirvara. Það er betra að gera það með smáfyrirvara.

Ég er tilbúin að hafa langan fund í dag en ég leggst alfarið gegn fundi á morgun nema að þá sé komið eitthvert samkomulag.