142. löggjafarþing — 17. fundur,  1. júlí 2013.

framtíð Fisktækniskóla Íslands.

23. mál
[12:36]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari umræðu um Fisktækniskóla Íslands, en ég minni á að sporin hræða. Við höfðum Fiskvinnsluskóla sem staðsettur var í Hafnarfirði, eins og kom fram hjá hæstv. ráðherra. Fiskvinnsluskólinn rann inn í Flensborg, hann rann inn í Fjölbrautaskóla Hafnarfjarðar og þar dó hann drottni sínum. Við skulum forðast að láta það endurtaka sig.

Þetta er tilvalið tækifæri til þess að tengja skóla við atvinnulífið, tækifæri til að minnka brottfall úr skólum hér á landi. Takk fyrir.