142. löggjafarþing — 18. fundur,  1. júlí 2013.

veiðigjald.

15. mál
[23:18]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég hyggst gera athugasemd við fundarstjórn forseta. Mér hefði þótt það við hæfi að þegar hv. þm. Ögmundur Jónasson ræddi um hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með þeim hætti sem hann gerði hér í tvígang þá hefði forseti slegið í bjöllu og beðið hv. þingmann um að gæta orða sinna. (Gripið fram í: Ögmundur Jónasson?)

Ég biðst afsökunar, virðulegur forseti, ég átti við hv. þm. Össur Skarphéðinsson.