142. löggjafarþing — 18. fundur,  1. júlí 2013.

veiðigjald.

15. mál
[23:59]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Árna Pál Árnason, sem titlar sig talsmann hraustlegs veiðileyfagjalds — hingað til hafa nú flestir talað um hóflegt veiðileyfagjald, þannig að ég hef ekki heyrt þetta fyrr, enda ætlarðu bara að taka umframhagnaðinn.

Ég spyr: Hvernig rökstyðurðu það að þú viljir aðra arðsemi af uppsjávarveiðum en bolfisksveiðum? Af hverju ekki bara eina auðlindarentu, af hverju viltu ekki fá sömu auðlindarentu af uppsjávartegundum og botnfiski? Hvaða rök eru fyrir því að vera ekki með sömu arðsemiskröfuna í báðum þessum tegundum?