142. löggjafarþing — 18. fundur,  2. júlí 2013.

veiðigjald.

15. mál
[00:02]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. Árni Páll Árnason, þú ert nú samt búinn að tala hérna í 40 mínútur eins og sérfræðingur í auðlindarentu (Gripið fram í.) þannig að mér finnst nú svolítið skondið ef þú þykist allt í einu ekkert kunna með það að fara. Auðlindarenta — ég hélt að það vissu það nú allir hér í sal að verið er að tala um prósentu af hagnaði. Það er reiknuð renta af umframhagnaði. Menn ættu að vera búnir að tala oftar um þennan umframhagnað. Það er verið að tala um hann í prósentum. Ef þú getur reikað út einhvern hagnað í prósentum af einhverjum tegundum sé ég ekki hvaða máli það skiptir hvað fiskurinn heitir. Renta af einhverju, auðlindarenta, það er hluti af framlegðinni, framlegðinni af útgerðinni.

Að ætla að fara að ákveða það eins og tillaga minni hlutans er — hún er sú að hækka bara af því að þeim finnst auðlindarentan of lág á bolfisk, þá á bara að hækka hana. Þeir eru alveg sáttir við að útreikningar passi við uppsjávarfiskinn af því að hann hækkaði en hitt lækkaði og þá á bara að breyta því svona eins og einhverjum dettur í hug.