142. löggjafarþing — 19. fundur,  2. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[23:24]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil benda hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni á að Styrmir Gunnarsson er ekki á mínum vegum og ég hafði aldrei starfað í Sjálfstæðisflokknum áður en ég fór í framboð og þekki ekki sjónarmið hans og hef raunverulega engan áhuga á þeim. Ég er bara að benda á þessi atriði, við erum að taka ákvörðun um hvað skal gera og ég er einfaldlega að benda á sjónarmið mín í málinu. Ég ætla ekki að taka ábyrgð á Styrmi Gunnarssyni, ekki á Davíð Oddssyni eða neinum sem eru á sálinni á ykkur meira og minna allt árið. Þeir eru ekki á mínum vegum, ég tek ekki ábyrgð á þeim. Ég er bara að segja mína skoðun. Hún er þessi. Ég færi rök fyrir henni og ég hef enga ástæðu til þess að ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fari að standa (Forseti hringir.) í einhverju pólitísku makki og afskiptum af málefnum RÚV.