142. löggjafarþing — 19. fundur,  3. júlí 2013.

framhald þingfundar.

[00:30]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Nú erum við að læra á þingsköpin og hvernig reglurnar eru í þinginu. Forseti hefur sagt mér að þingið eigi að vera farið í frí. Við píratar erum alveg tilbúnir að vinna áfram, en þarf þá ekki að breyta þingsköpum? Þingið á að vera farið í frí 1. júlí en nú er 3. júlí. Breyting á þingsköpum gæti þá bara tekið gildi og við gætum unnið allt sumarið okkar vegna. Þetta er spurning um hvort það eigi að fylgja þessum reglum, hvort ekki eigi að breyta þeim ef við ætlum ekki að fylgja þeim í stað þess að brjóta þær. Hver eru viðurlögin við því að brjóta þau, ef einhver?

Svo er önnur regla sem er þá líklega brotin núna, það var ekki beðið um lengingu á þessum fundi sem hefði átt að ljúka kl. 12. Aftur: Er þá ekki bara hægt að biðja um þessa lengingu í stað þess að fara fram yfir tímann?