142. löggjafarþing — 19. fundur,  3. júlí 2013.

framhald þingfundar.

[00:31]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Forseti hefur meðtekið þessar spurningar sem hv. þingmaður hefur lagt fram. Varðandi seinni spurninguna lítur forseti svo á að vegna samkomulags fulltrúa þingflokka um þingstörf í kvöld hafi verið heimilt að fara fram yfir kl. 12.

Hvað fyrri spurningu hv. þingmanns varðar þarf forseti að taka sér umhugsunarfrest og vinna úr henni. (JÞÓ: Bera af mér mögulegar sakir.) Forseti telur ekki — (JÞÓ: Það voru ekki allir þingflokkar aðilar að þessu samkomulagi.) Forseti tekur fram að ekki hafa allir þingflokkar staðið að þessu samkomulagi en fulltrúar 60 þingmanna gerðu það. (Gripið fram í.)