142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:40]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Nýr meiri hluti á Alþingi er hér að taka þá ákvörðun að það sé okkar að skipa fulltrúa þingflokka í stjórn Ríkisútvarpsins, stjórn sem hefur það hlutverk að móta dagskrárstefnu stærsta fjölmiðils á Íslandi, fjölmiðils sem hefur það hlutverk meðal annars að setja störf okkar hér undir mæliker og halda uppi gagnrýninni umræðu um störf Alþingis. Meðferð nýs meiri hluta á Alþingi hræðir mig. Ég greiði atkvæði gegn þessu frumvarpi, fyrsta frumvarpi hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra.