142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:41]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Það þarf alveg sérstaka ályktunarhæfni til að komast að þeirri niðurstöðu að rannsóknarskýrslan um Íbúðalánasjóð leiði til þeirrar niðurstöðu sem við erum að tala um. Ég vil bara koma hingað upp til að mótmæla þeirri fullyrðingu og segja: Þvert á móti. Niðurstaðan er sú að við eigum að efla faglegt val í nefndir og ráð og reyna að taka pólitíkina út úr því. Það var það sem við reyndum að gera síðasta vor. Nú er verið að hverfa frá því, því miður. Við segjum nei.