142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:42]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Mikilvægt er að í stjórnir stofnana og fyrirtækja í almannaeigu sé valið á eins lýðræðislegan hátt og unnt er. Aðkoma Alþingis að vali stjórna slíkra stofnana er mun lýðræðislegra en að stjórnir séu skipaðar af fámennum valnefndum. Því segi ég já.