142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[16:53]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ríkisútvarpið á að veita okkur aðhald, sérstaklega stjórnmálamönnum, sérstaklega okkur sem hér sitjum. Þess vegna finnst mér mjög óeðlilegt að við séum, eftir þær umræður sem við áttum hér í dag um Íbúðalánasjóð, að halda áfram með pólitískar skipanir. Ætlið þið ekkert að læra, hv. þingmenn, ekki neitt, hv. þingmenn Framsóknarflokksins, sem eru með algeran viðsnúning í þessu máli?

Það hefði verið athyglisvert að heyra í hæstv. forsætisráðherra, af hverju hann er búinn að snúast, og hæstv. utanríkisráðherra. Ég get ekki stutt svona vinnubrögð, sér í lagi út af því að ég var rétt áðan að skora á þingmenn að láta slík vinnubrögð heyra sögunni til. Og ég skil ekki af hverju — það eru fjórir mánuðir frá því við fórum í heildarendurskoðun á þessum lögum. Ég skil ekki svona vinnubrögð og ég skil ekki þessa forgangsröðun.