142. löggjafarþing — 20. fundur,  3. júlí 2013.

Seðlabanki Íslands.

20. mál
[16:55]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég mælti í gær fyrir nefndaráliti efnahags- og viðskiptanefndar þar sem nefndin leggur einum rómi til að þetta frumvarp verði samþykkt óbreytt. Í ljósi þess að mér hefur borist til eyrna að óskað verði eftir því að málið fari inn á milli 2. og 3. umr. leyfi ég mér að lesa 2. mgr. 40. gr. laga, þar sem frumvarpið er óbreytt, en þar segir, með leyfi forseta:

„Breytist frumvarp við 2. umræðu skal nefnd fjalla um frumvarpið að nýju áður en 3. umræða hefst ef þingmaður eða ráðherra óskar þess.“

Þetta frumvarp hefur engum breytingum tekið frá því að það var lagt fram og við 2. umr. er það lagt hér fram óbreytt. Þess vegna tel ég að atkvæðagreiðslan standist ekki um það að málið fari aftur til nefndar.