142. löggjafarþing — 21. fundur,  3. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[17:32]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Við getum svo sem rætt þetta betur seinna. Ég vildi bara minna á að stjórnarskráin var hugsuð tímabundið.

Svo vil ég líka minna á það aftur, að gefnu tilefni, að Píratar voru ekki — ég ítreka það, virðulegi forseti — hluti af hinu margumrædda samkomulagi, ekki einfalt orð, með fullri virðingu. Ég vil ítreka enn og aftur að við vorum ekki hluti af því samkomulagi sem er hér alltaf verið að tala um.