142. löggjafarþing — 21. fundur,  3. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[18:53]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við fáum nú nýtt tækifæri til að halda áfram með vinnu við breytingar á stjórnarskrá. Það er okkur mikilvægt og það er mikilvægt að nýta þetta tækifæri og gera það vel. Fyrir liggur vilji formanna flokkanna til að halda áfram með vinnu við stjórnarskrárumbætur á forsendum þar sem tekið er mið af nýlegri þróun og þar á meðal tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í haust.

Við höfum tækifæri núna til að halda áfram þeirri vinnu, finna henni nýjan og góðan farveg og efla samstöðu hér á Alþingi Íslendinga um réttu leiðina áfram varðandi stjórnarskrárumbætur fyrir okkur öll.