142. löggjafarþing — 21. fundur,  3. júlí 2013.

þingsköp Alþingis.

30. mál
[20:23]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka herra Össuri Skarphéðinssyni fyrir að skóla mig svona vel til. Ef hann mun fylgjast með mun ég að sjálfsögðu greiða atkvæði á móti þessu út af því að það er verið að fækka þingdögum í september en það er hlutverk þingsins að vera hér og hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu.

Við skulum bara fylgjast með hvernig atkvæðagreiðslan fer, hve margir í Samfylkingunni verða með þessu, hve margir sitja hjá og hve margir á móti og sjáum hvor flokkurinn er meiri anarkistaflokkur.