142. löggjafarþing — 22. fundur,  4. júlí 2013.

um fundarstjórn.

[11:38]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Við höfum nokkuð rætt fyrr á þessum fundi um störfin í þinginu og enn kemur stjórnarmeirihlutinn manni á óvart með því að fara þannig fram með mál að óhjákvæmilegt er annað en að það lendi í ágreiningi. Hér er búið að ná niðurstöðu um það með hvaða hætti eigi að ljúka þingstörfunum að þessu sinni og þá dettur inn 400 millj. kr. viðbótargjöf til útgerðarmanna að kvöldlagi.

Hvers konar eiginlega vinnubrögð eru þetta? Er enginn vilji af hálfu stjórnarmeirihlutans til þess að hafa sæmilegt vinnulag hér og málefnalega meðferð mála í þinginu? Ég held að það sé óhjákvæmilegt að ræða þetta á fundi þingflokksformanna.