142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

dagskrártillaga.

[22:55]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur dagskrártillaga um dagskrá næsta fundar frá Birgittu Jónsdóttur sem hljóðar svo:

„Alþingi, 4. júlí 2013.

Ég undirrituð geri það að tillögu minni, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að fyrst á dagskrá næsta fundar verði eftirfarandi þingmál: Frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Flutningsmenn: Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Ögmundur Jónasson, Páll Valur Björnsson, Helgi Hjörvar. Mál 33, þingskjal 78, 1. umræða, og síðan þau mál sem forseti hefur kynnt að verði á dagskrá síðasta fundar fyrir sumarhlé.

Ég óska eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í lok þessa þingfundar.

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.“

Fer nú fram atkvæðagreiðsla um tillöguna.