142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

dagskrártillaga.

[22:57]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Málið sem hér er farið fram á að greidd verði atkvæði um er í alla staði afskaplega óvanalegt. Mér er til efs að það hafi nokkru sinni áður gerst að þingmenn hafi lagt fram þingmál um að þingið ætti að veita einstaklingi ríkisborgararétt. Það hefur gerst að allsherjarnefnd hafi tekið slík mál til meðferðar enda hafi (BirgJ: … formaður?) fram komið beiðni frá viðkomandi einstaklingi.

Í eðli sínu geta þessi mál ýmist verið mikil fjölmiðlamál, mjög persónuleg mál, erfið viðfangs fyrir þingin. Þess vegna skiptir miklu máli að þau séu unnin sem allra mest í þverpólitískri samstöðu, eigi sér uppruna í nefndum, en sá aðdragandi sem hér er boðið upp á er að mínu áliti algjörlega á skjön við allar hefðir í þinginu. Að mínu áliti kemur ekki til greina að verða við beiðninni.