142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

dagskrártillaga.

[23:04]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Bara stuttlega til að hressa upp á minni hæstv. fjármálaráðherra, formanns Sjálfstæðisflokksins. Á 139. löggjafarþingi var lagt fram mál, mál nr. 470 á þskj. 761, frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Í 1. gr. segir, með leyfi forseta:

„Ríkisborgararétt skal öðlast:

Madina Salamova, f. 1985 í Rússlandi.“

Og í 2. gr. segir:

„Lög þessi öðlast þegar gildi.“

Með því frumvarpi var lagt til að Alþingi veitti rússneskættuðu konunni Madinu Salamovu, sem þekkt er undir höfundarnafninu Marie Amelie, íslenskan ríkisborgararétt. Flutningsmaður frumvarpsins var Árni Johnsen.