142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

dagskrártillaga.

[23:06]
Horfa

Freyja Haraldsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar til að lýsa afstöðu minni í þessu máli. Því hefur lengi verið haldið fram að jafnrétti snúist um að eitt gangi yfir alla, en það bara virkar einfaldlega ekki vegna þess að hvert og eitt okkar er einstakt. Við búum við ólíkar aðstæður. Mér finnst ekkert eiga að geta verið því til fyrirstöðu í landi sem kennir sig við mannréttindi og lýðræði að þetta mál verði skoðað og ég mun því greiða því atkvæði.