142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

dagskrártillaga.

[23:15]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Edward Snowden hefur ekki vegabréf. Það var tekið af honum, alveg eins og vegabréf var tekið af Bobby Fischer og gert ógilt. Þá var tekin pólitísk ákvörðun á Alþingi þar sem Davíð Oddsson ákvað að Bobby Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt og þingið gerði eins og því var sagt.

Þannig var það. Það vita allir hvernig þetta var. Þá var formaður í allsherjar- og menntamálanefnd hæstv. fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Núna vilja þessir háu herrar ekki einu sinni leyfa okkur að taka málið á dagskrá til að koma því í nefnd. Þvílíkur gunguháttur. Hugsið ykkur hvað þið eruð að gera, hv. þingmenn og ráðherrar. Meira að segja hæstv. forsætisráðherra hefur ekki dug í sér. Ég hélt að aðeins meiri kjarkur byggi í hæstv. forsætisráðherra, en því miður virðist hver einasti dagur á þingi valda mér dýpri vonbrigðum með gunguháttinn og valdaofstækið í þessum sal.