142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

25. mál
[23:29]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Báðir stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að það yrði forgangsmál að hækka lífeyrisgreiðslur til aldraðra og öryrkja. Hér er verið að mæta litlu broti af því sem lofað var fyrir kosningar og gagnast fyrst og fremst þeim tekjuhærri. Það er ekki rétt forgangsröðun. Þeir verst settu í hópi elli- og örorkulífeyrisþega fá ekki neinar kjarabætur. Stjórnarandstaðan lagði til að komið yrði til móts við þá hópa en það var fellt, því miður. Ég styð samt þetta skref, þótt ég telji það ekki vera rétta forgangsröðun, og brýni þingmenn til að halda áfram þeirri heildarendurskoðun á almannatryggingakerfinu sem hafin var og þeir nýti þá miklu vinnu sem búið er að leggja í þá endurskoðun og stórir hópar eins og Samtök atvinnulífsins, ASÍ og fleiri hafa mælt með að yrði haldið áfram.