142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[23:48]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það er ljóst að þetta frumvarp verður samþykkt. Það sem ekki er ljóst er hvað verður um það eftir að það verður samþykkt. Það er mikið ákall úti í samfélaginu um að lögin verði ekki samþykkt af forseta lýðveldisins. Það er ákall um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Við píratar vonum einlæglega að það fari í þjóðaratkvæðagreiðslu út af því að 70% landsmanna vilja það.

Því hefði verið lag fyrir ríkisstjórnina að breyta þessu frumvarpi um lækkun á veiðigjaldinu, sem er nota bene ekki skattur heldur er gjald af arði sem hefði svo sannarlega nýst vel við fjárlagagerðina. Nú þarf hún að bíða fram í október út af því að ríkisstjórninni tekst ekki að finna leiðir til að minnka þetta risastóra gat sem meira að segja (Forseti hringir.) Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt hæstv. ríkisstjórn harkalega fyrir.