142. löggjafarþing — 23. fundur,  4. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[23:51]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er engin ástæða til að rekja þetta mál fram og til baka, við höfum gert það nægjanlega, held ég. En ég verð að segja, hv. þingmenn og hæstv. ráðherrar, þið eruð okkur nýju þingmönnunum ekki gott fordæmi. Við verðum að geta talað betur um þessa hluti. Þetta er ofboðslega lítið flókið. Þegar fólk gargar á hvert annað nennir enginn að hlusta. Það er bara þannig. Ef það á að nást einhver sátt um sjávarútveginn skulum við fara að tala saman eins og fólk.