142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[00:09]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. atvinnuveganefnd fyrir gott starf við vinnu þessa frumvarps. Ég verð að segja eins og er að umræðan á köflum hefur verið afar ómálefnaleg og í miklu ójafnvægi. Hér er farið mjög frjálslega með tölur, vægast sagt, og hugtök einnig (Gripið fram í.) og mun litlu skila (Gripið fram í.) ef við höldum áfram á þeirri braut. Við höfum lagt af stað í vegferð að hefja vinnu nú þegar við nýtt veiðigjald sem tekur gildi frá og með næsta fiskveiðiári sem og nýtt fiskveiðistjórnarkerfi.

Þau lög sem hér eru sett eru til eins árs vegna þess að þau lög sem áttu að taka gildi 1. september voru óframkvæmanleg.

Það er líka mikilvægt að skoða að þær einstöku fisktegundir sem er dýrast að sækja sæta hugsanlega of háu veiðigjaldi sem gerir að verkum að það er óhagkvæmt að sækja þær. Það munum við skoða í ráðuneytinu í sumar í samstarfi við veiðigjaldsnefnd (Forseti hringir.) og koma með tillögu til þingsins á upphafsdögum þess. (Forseti hringir.) Ég vona að þingheimur taki umræðuna upp á hærra og málefnalegra plan þegar við hefjum þá viðræðu síðar í haust.