142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

veiðigjöld.

15. mál
[00:12]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Hin unga ríkisstjórn sýnir nú vald sitt og forgangsröðun. Þeir hafa tryggt sér stjórnina yfir dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins og eru með þessu frumvarpi að beygja sig undir ægivald útgerðarmanna. Almenningur greiðir fyrir þá sumargjöf ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma treystir hæstv. ríkisstjórn sér ekki til að leggja fram fjárlagafrumvarp á réttum tíma. Herra forseti. Ég kvíði fjárlagafrumvarpinu loksins þegar það mun koma fram. Ég segi nei, herra forseti.