142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

stjórnarskipunarlög.

5. mál
[00:23]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þetta er með erfiðari málum, hefur mér fundist, að greiða atkvæði um. Maður vill auðvitað sem pírati greiða atkvæði með því sem auðveldar þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnarskrárbreytingar til að vinna áfram að mikilvægum stjórnarskrárbreytingum. En þetta tiltekna frumvarp býður hins vegar ekki upp á raunhæfa leið til þess að breyta stjórnarskránni, þetta er ekki raunhæf aðferð. Það er þess vegna sem svona margir stjórnarliðar samþykkja þetta. Þeir vita að þetta er í skásta falli gagnslaust, í versta falli hræðilegt fordæmi og í reynd vopn til að finna afsakanir til að bjóða upp á einhverjar stjórnarskrárbreytingar, sem væru kannski til gagns, fara þessa leið og tryggja þar með að þær gangi aldrei í gegn. Þetta frumvarp er slæmt, við segjum nei, píratar allir.