142. löggjafarþing — 23. fundur,  5. júlí 2013.

Seðlabanki Íslands.

20. mál
[00:28]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Við skiljum tilgang þessa frumvarps, hann er að tryggja fjármálastöðugleika. Þar af leiðandi fær Seðlabankinn heimildir til þess að afla upplýsinga, en Persónuvernd hefur komið með athugasemdir við þetta og sagt að þessar heimildir séu svo víðfeðmar að hægt verði að vinna með víðfeðmar upplýsingar um einstaklinga.

Okkur finnst rétt að beita öllum þeim ráðum og heimildum sem kjósendur okkar hafa gefið okkar til að vekja athygli á þessu og reyna að stöðva það. Við kölluðum eftir því að þingforseti frestaði málinu fram á haust þannig að hægt yrði að taka málið almennilega fyrir.

Við kölluðum eftir því að málið yrði tekið af dagskrá og núna með þessu að það yrði að minnsta kosti farið að tillögu Persónuverndar í nefndaráliti en það virðist ekki sátt um það. Menn hafa tekið ákvörðun um þetta. Ég vona þá bara að þið hafið rétt fyrir ykkur, að þetta muni ekki brjóta á persónuvernd fólks.