142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[00:53]
Horfa

Sigrún Magnúsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Leið mistök leiddu af spjalli á göngum Alþingishússins fyrir nokkrum dögum. Umræðurnar snerust um stjórnarkjör í stjórn Ríkisútvarpsins þegar breytingartillaga var flutt um fjölgun stjórnarmanna úr sjö í níu. Sú sem hér stendur taldi líklegt að skiptingin yrði fimm frá stjórnarflokkunum og fjórir frá stjórnarandstöðunni. Þessar upplýsingar byggðust á misskilningi eins og fram kemur í frumvarpinu og bið ég hv. þingmenn afsökunar.