142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[00:55]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Í dag átti sér stað ákaflega furðuleg atburðarás. Ég fékk skeyti frá starfsmanni þingsins þar sem mér var bent að við þyrftum að tilnefna fulltrúa í þessa stjórn, sem við gerðum. Ég eyddi öllum deginum í dag að finna hæfan óflokkspólitískan fulltrúa og á endanum völdum við Pétur Gunnarsson sem aðalmann í þessa stjórn. Það hryggir mig síðan að þurfa að tilkynna fólki sem við báðum um að taka að sér erindi fyrir Alþingi til að tryggja lýðræðislega stjórn hjá RÚV og þurfa að segja: Nei, þér er hafnað í annað sinn.

Gleymum því ekki hvernig er verið að breyta þessari stjórn. Þetta er ömurlegt. Það á að vera þannig að sá sem gerir mistökin á að axla ábyrgðina á þeim, ekki varpa þeim á hina bara út af því að hann valdi þau. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)