142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[00:57]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ekki veit ég hvers vegna hv. þingmaður Helgi Hjörvar kýs að blanda mér í þetta mál með sérstaklega heiftúðlegum hætti. Hv. þingmaður fer með rangt mál. Hann segir ósatt þegar hann fullyrðir að ég hafi gert einhvern samning sem ég hafi síðan svikið. Það er ekki rétt. Ég gerði engan sérstakan samning um þetta mál. Þeim reglum sem gilda um kjör stjórnarmanna í stjórn Ríkisútvarpsins er lýst í lögunum og þeim reglum verður fylgt. Ég hef ekki gert neitt samkomulag við nokkurn mann utan þessara laga og að fullyrða hér að ég hafi svikið samkomulag, samkomulag sem var aldrei til staðar, er óheiðarlegt. (Gripið fram í.)