142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[01:24]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta mál er allt hið undarlegasta og leiðinlegasta. Mig langar að beina þeim orðum, sérstaklega til stjórnarflokkanna, til Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að þeir styðji sínar þingkonur sem hafa sannað það fyrir okkur öllum að þær eru vel starfi sínu vaxnar og ekki vanar að gera mistök. Ég held við vitum öll hvernig í pottinn er búið og ég mundi styðja þær, ég mundi sýna það. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)