142. löggjafarþing — 24. fundur,  5. júlí 2013.

kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

[01:41]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta hafa borist tveir listar sem á eru fleiri nöfn en kjósa skal, listi A og listi B. Því þarf að fara fram kosning, samanber 86. gr. þingskapa. Kosningin fer þannig fram að þingverðir útbýta seðlum til þingmanna sem skrifa annaðhvort A eða B á seðilinn. Þingverðir munu síðan safna seðlunum saman. — Ég bið þingverði að útbýta seðlunum.

Forseti vill endurtaka að þeir sem kjósa fulltrúa á A-lista riti A. Þeir sem kjósa fulltrúa á B-lista riti B á seðilinn.