142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:01]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Spurningunni er ósvarað. Það er ekki ljóst að markmiðið náist ekki með vægari hætti, þ.e. með úrtaksaðferðinni. Það dugar ekki að nota orð eins og „einsýnt“ eða eitthvað slíkt í nefndaráliti til að víkja slíkum vangaveltum til hliðar. Enn þá er vakandi sú spurning að unnt væri að ná sömu markmiðum með vægari hætti, þ.e. með úrtaki, og að ekki sé nauðsynlegt að fara svo bratt sem hér er lagt til inn á friðhelgi einkalífsins og persónuverndarsjónarmið, sem er hluti af grunnlöggjöf samfélagsins, af stjórnarskrá Íslands. Það er því ekki eitthvað sem maður gerir að gamni sínu að fara á svig við þau sjónarmið. Ég lýsi því enn eftir röksemdum fyrir því að úrtaksaðferðin dugi ekki til að ná sömu markmiðum og að úrtaksaðferðin teljist vandaðar upplýsingar.