142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:24]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Helgi Hrafn Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið að pæla mjög mikið í því nákvæmlega hvernig háttvirtur Framsóknarflokkur og stjórnarflokkarnir almennt ætla að uppfylla kosningaloforð sín.

Það hefur legið fyrir nefndinni síðan við tókum aftur til starfa í haust að þessar upplýsingar yrðu ekki notaðar til þess að taka ákvarðanir heldur til þess að mæla áhrifin af ákvörðununum.

Hvað varðar desember er sú tímasetning ný fyrir mér, ég heyrði af henni held ég fyrir tveim, þremur dögum. Ég get bara sagt að það kemur mér ekki sérstaklega á óvart, með fullri virðingu fyrir hæstvirtum Framsóknarflokki.