142. löggjafarþing — 26. fundur,  11. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:27]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Helgi Hrafn Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get eiginlega bara talað fyrir mig í þessu efni en fyrir mér vakir fyrst og fremst að sannfæra hið háa Alþingi um að leggja þetta mál til hliðar í bili og taka það aftur upp á haustþingi og þá með betri undirbúningi hv. allsherjar- og menntamálanefndar.

Að því sögðu, ef þetta mál á að fara áfram þykir mér greinilegt að það er ekki tilbúið og nóg að tala um. Í því ljósi er alveg sjálfsagt að ræða það aftur og áfram í nefnd til að reyna að finna þá eitthvað til að gera það skárra. Persónulega hef ég enga trú á því.

Ég held að hvíla þurfi málið, við þurfum að byrja upp á nýtt og íhuga aðrar leiðir alveg frá grunni. Ég hef ekki trú á þessu frumvarpi.