142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[14:10]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Helgi Hrafn Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir svarið.

Hv. þingmaður nefnir réttilega að tveir vondir kostir séu í stöðunni. Það er óumdeilt að við göngum hérna á friðhelgi einkalífsins. En áttar hv. þingmaður sig á því að þessar upplýsingar eru nýtanlegar í öðrum tilgangi en þeim sem hér um ræðir? Þegar upplýsingarnar verða til get ég lofað því, ég get lofað öllum því vegna þess að það er byrjað, að þá byrjar þrýstingurinn á að nýta þau gögn með víðtækari hætti. Ef það er tölfræðin, að fá hana, og ég skil að hún sé mikilvæg, ef það er nóg til þess að ganga svona langt, hvers vegna ekki þegar Seðlabanki Íslands kemur og segir: Við getum notað hana til eftirlits, við getum notað hana til þess að forða okkur frá nokkru hruni nokkurn tíma aftur?

Af hverju ættum við að segja nei? Af hverju ættum við að segja nei þá ef ekki núna?