142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[15:35]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Alltaf þegar við erum að takmarka persónuvernd og friðhelgi einkalífsins er það út af einhverjum pólitískum markmiðum — alltaf. Þegar við gefum lögreglunni til að mynda forvirkar rannsóknarheimildir eða eitthvað slíkt er það pólitísk ákvörðun. Þetta er allt pólitík. Það sem síðasta ríkisstjórn gerði og ríkisstjórnin þar á undan, löggjöf Alþingis, hefur takmarkað persónuverndina, gefið ýmsum stofnunum auknar heimildir til að afla upplýsinga um okkur, fylgjast með okkur. Þetta er allt takmörkun, allt tengt ákveðnum pólitískum markmiðum. Þetta er bara veruleikinn, hinn ófullkomni veruleiki sem við lifum við. Því miður.

Ástæða fyrir því að ég tók til máls yfir höfuð var bara til þess að þingheimur velti því almennt fyrir sér til framtíðar að fara varlega þegar kemur að því að takmarka svo mikilvæg réttindi eins og hér um ræðir. (Gripið fram í: Takk fyrir það.)