142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[17:47]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er sterkur þráður í mér sem borgara í þessu landi að bregðast bara við þessu frumvarpi þannig að það kemur engum öðrum við en mér hvernig fjárhagsstaða mín er. Ef það á að brjóta bankaleynd, persónuvernd og stjórnarskrárákvæði til að afla miðlægt upplýsinga um fjármál allra borgara á Íslandi þarf tilgangurinn að vera mjög skýr og afmarkaður. Hér er hann það ekki, þetta er afskaplega óljós tilgangur og í öllu falli mjög umdeilanleg pólitísk markmið sem búa að baki. Hér er í raun leitast við að uppfylla kosningaloforð og til þess á að brjóta ákvæði í stjórnarskrá og virða persónuverndarsjónarmið að vettugi. Þetta er mjög varhugaverð braut sem við erum á (Forseti hringir.) og við erum á móti þessu.