142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

48. mál
[18:24]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri ekki athugasemdir við það atriði á borði fjárfestingarstefnunnar að geta kallað á meiri vinnu en tími gefst til að setja í þetta mál á þessu þingi. Ef til þess kemur vænti ég þess einfaldlega að nefndin geri breytingar á frumvarpinu. Það verður að ráðast af því hvernig verkinu vindur fram í nefndinni. Sumar breytingarnar sem lagðar eru til í þessu frumvarpi eru minni háttar. Það sem snertir fjárfestingarstefnuna getur eftir atvikum kallað á umsagnir og fyrir umsagnir þarf að gefa einhvern lágmarksfrest. Eins og ég tók fram í framsögu minni hef ég fullan skilning á því ef slíkt kemur upp á.