142. löggjafarþing — 27. fundur,  12. sept. 2013.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

48. mál
[18:44]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir umræðuna og þær góðu undirtektir sem mikilvægustu liðir frumvarpsins hafa fengið hér. Ég vænti þess að málið komi aftur hingað og hljóti afgreiðslu á þinginu vegna þess sem mest ríður á að verði klárað. Ég vonast síðan til þess að allir þættir verði skoðaðir vandlega í nefndinni og hef, eins og áður hefur komið fram, skilning á því að ef nefndin telur að frekari tíma þurfi til að afgreiða einstaka þætti. Þá kemur málið bara aftur fram síðar á nýju þingi að teknu tilliti til þeirra athugasemda sem þar koma fram.