142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

túlkaþjónusta fyrir heyrnarlausa.

[15:30]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Það er reisn yfir því að benda á aðra í þessu efni. Núna er ráðherrann hér, núna er hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra sá sem situr við borðið þar sem ráðum er ráðið.

Það er tryggt fjármagn í skóla og heilbrigðisþjónustu og ýmsa aðra þjónustu fyrir heyrnarlausa en það er líka svo að frá og með deginum í dag geta heyrnarlausir ekki tekið þátt í daglegu lífi, þeir geta hvorki tekið þátt í húsfundum né félagsstarfi barnanna sinna. Það er veruleikinn og við honum á hæstv. ráðherra að bregðast með öðrum hætti en þeim að stunda hér sakbendingar á þessu lága plani.