142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

vegalagning um Gálgahraun.

[15:36]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ef málið er í ákæruferli og úrskurðað verður um það á föstudaginn er ferlinu ekki lokið, hinu lögformlega ferli. Það liggur alveg í hlutarins eðli.

En finnst hæstv. innanríkisráðherra það ekki svolítið sorglegt og eiginlega ömurlegt að farið sé í þessar framkvæmdir, eins umdeildar og þær eru, á degi íslenskrar náttúru?

Það er þannig í samfélagi okkar að málefni er lúta að því að náttúran njóti vafans þegar farið er í aðgerðir sem eru óafturkræfar — það er alla vegana þannig í huga margra að náttúran eigi að njóta vafans.

Af hverju er það svo, hæstv. ráðherra, að sjónarmið Garðabæjar eru höfð ofar sjónarmiðum Hraunavina? Af hverju var ekki reynt að finna farveg þar sem allir voru sáttir ef í raun var komið fram með lausnir? (Forseti hringir.) Ég ítreka: Af hverju? (Forseti hringir.) Það væri gagnlegt að fá rök fyrir því af hverju ráðherra lítur svo á að ferlinu sé lokið ef ekki (Forseti hringir.) er búið að ganga frá þessu ákærumáli.