142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

fjárhagsstaða háskólanna.

[15:44]
Horfa

Sigrún Gunnarsdóttir (Bf):

Ég þakka hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra svarið. Ég vil sérstaklega vekja aftur athygli á brothættri stöðu háskólanna varðandi rannsóknir og styrki og samstarf við erlenda aðila, eins og hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra nefndi réttilega. Ég vil taka fram að vel hefur gengið með rannsóknir og styrkjafé og frá árinu 2008 hefur Háskóla Íslands tekist að þrefalda erlendar tekjur vegna rannsókna og rannsóknarsamstarfs við erlenda aðila. Það eru 1,4 milljarðar á ári. Þar er um að ræða mjög mikilvæga tekjulind og viðkvæmt fyrirbæri sem þolir varla meira en orðið er.