142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

skuldaleiðrétting fyrir heimilin.

[15:51]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegi forseti. Tillögur ríkisstjórnarinnar liggja fyrir í stjórnarsáttmála. Vinna sérfræðihópanna er við að útfæra framkvæmd þeirra tillagna og ég ætla rétt að vona að menn geti framkvæmt mjög hratt og vel í samræmi við útfærslur sérfærðihópanna og að hv. þingmenn muni ekki standa í vegi fyrir því, hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar.

Ég geri ráð fyrir því að hv. þm. Helgi Hjörvar verði stuðningsmaður þessa máls og muni aðstoða okkar við að það fari sem hraðast hér í gegn. Ef hv. þingmaður getur haft áhrif á félaga sína í stjórnarandstöðunni í þá veru mun það gagnast mjög og flýta því að þessi mál komist öll í framkvæmd.