142. löggjafarþing — 28. fundur,  16. sept. 2013.

Hagstofa Íslands.

14. mál
[16:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Heildarmyndin er lykilatriði í þessu máli, að við horfum á heildarmyndina, heildarskuldastöðu og greiðslubyrði mismunandi hópa í landinu, ekki bara þess hóps sem er í vanda, vegna þess að við þurfum að fá samanburð á milli hópa til að sjá hvaða áhrif fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda hafa.

Hins vegar varðandi úrtaksaðferðir eða aðrar aðferðir er ekkert, eins og fram kom í máli mínu áðan, sem bannar Hagstofunni að fara vægari leiðir ef Hagstofan sér möguleika á því í ljósi markmiða verkefnisins.